17.11.1952
Efri deild: 27. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 940 í B-deild Alþingistíðinda. (986)

42. mál, verðlag

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Það varð að samkomulagi, þegar umr. var frestað um þetta mál síðast, að allshn. tæki til athugunar brtt. á þskj. 232. N. hélt fund um þessa brtt. og ræddi við verðgæzlustjóra um hana og möguleika á framkvæmd hennar. Árangur þessara viðræðna og þessa fundar varð till. á þskj. 241, sem er borin fram af allshn. Og jafnframt gat tillögumaður þess í n., flm. brtt. á þskj. 232, að hann mundi taka sína till. aftur, þar sem öll allshn. stóð að brtt. á þskj. 241, en hún er um það, að á eftir 2. gr. í frv. komi ný gr., er orðist svo:

„Verðgæzlustjóri skal mánaðarlega birta skýrslu, er sýni hæsta og lægsta verð á helztu nauðsynjavörum, sem framfærsluvísitalan byggist á.“

Taldi verðgæzlustjóri, að þetta mundi vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd, þegar ekki væri miðað við svo mjög marga vöruflokka og þegar ekki þyrfti að taka upp nöfn hverrar einustu verzlunar, sem hefði víst þurft að gera samkv. till. á þskj. 232. (Gripið fram í: Hefur þessi till. verið sýnd viðskmrh.?) Ég vil upplýsa það, að þessi till. hefur nú ekki verið sýnd honum, en hann taldi samt, að málið væri samkv. eðli sínu framkvæmanlegt. Það er nú verst, að hann skuli ekki vera hérna. (Gripið fram í: Er ekki nauðsynlegt að bera það undir viðskmrh.?) Jú, það er nú sjálfsagt rétt. Við bara ræddum það við verðgæzlustjóra.