02.03.1954
Efri deild: 55. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í B-deild Alþingistíðinda. (1038)

12. mál, áfengislög

Forseti (GíslJ):

Út af þeim orðum, sem hv. 4. þm. Reykv. beindi til mín sem forseta, hvort ég mundi víkja frá atkvgr. 1. brtt. hans á þskj. 412, þá vil ég leyfa mér að benda á, að í 3. kafla þingskapa, á bls. 22, stendur skýrt, að brtt. um atriði, sem búið er að fella í d., megi eigi bera upp aftur í sömu d. á sama þingi. Nú hefur ekki verið felld slík till. sem hér um ræðir. Það hefur að vísu verið samþ. till. á þskj. 385, 1. brtt. þar. Er með henni samþ., að í stað 21/4% komi 31/2%. Till. um þetta atriði hefur ekki verið felld, svo að ég mun ekki vísa till. frá — En ég vil benda hv. þm. á, að það væri rétt, áður en kemur til atkv., með því að hér er um 3. umr. að ræða, að hann athugaði aðrar gr. frv., m.a. 7. gr., vegna þess að þar stendur tilvísun til þess styrkleika, sem hér hefur verið samþ. áður, og væri því nauðsynlegt, að hann bæri þá fram einnig skrifl. brtt. við þær gr. frv., ef þessi till. yrði samþ.