05.04.1954
Neðri deild: 77. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1202 í B-deild Alþingistíðinda. (1094)

12. mál, áfengislög

Skúli Guðmundsson:

Hv. 2. þm. Eyf. gerði hér aths. í sambandi við brtt. mína á þskj. 681. Hann lét þau orð falla, að eftirlit með þeim veitingahúsum, sem vínveitingaleyfi hafa, mundi verða óvirkt, eins og hann orðaði það, ef það væri látið nægja að samþykkja mína brtt. um þetta efni, og hv. þm. Borgf. tók að nokkru leyti í sama streng í sinni ræðu hér áðan. En ég vil andmæla þessu. Ég vil enn benda á það, að í 12. gr. frv. segir, að löggæzlumönnum sé skylt að gefa sérstakar gætur að starfsemi þeirra veitingahúsa, sem vínveitingaleyfi hafa, og ég sé enga ástæðu til að vantreysta því, að löggæzlumenn á hverjum stað muni uppfylla þessa skyldu, ef þetta verður samþ.