10.04.1954
Neðri deild: 89. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1208 í B-deild Alþingistíðinda. (1110)

12. mál, áfengislög

Frsm. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Sú breyting, sem gerð hefur verið á frv. í Ed., er næsta lítil, þ.e.a.s., hún er lítil fyrirferðar. Út hefur verið tekin 2. málsgr. 12. gr., sem hljóðar um það, að leyfi til vínveitinga megi því aðeins veita, að hlutaðeigandi bæjarstjórn hafi fallizt á, að vín verði til sölu í veitingahúsum í bænum. Mér virðist, að ef ætti að fara að setja þessa gr. inn aftur, sem Ed. tók út, þá sé það sama og að ónýta ýmis ákvæði, sem eru í frv., því að þarna er bæjarstjórnum sett á vald, hvort vínveitingar skuli vera í bænum. Slíkt er náttúrlega alls ekki það, sem lögin ætlast til, að þetta vald verði fengið bæjarstjórnum í hendur, og ég efast um, að bæjarstjórnir yfirleitt kæri sig um að fá slíka heimild og ákveða það, hvort vinveitingar skuli vera í bænum eða ekki. — Ég vil eindregið mæla með því, að frv., eins og það er komið frá Ed., verði samþ. óbreytt.