10.04.1954
Neðri deild: 88. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1216 í B-deild Alþingistíðinda. (1159)

205. mál, happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka forseta og einnig öllum hv. þm. fyrir ágætar undirtektir. Mér þykir leiðinlegt, að ég skuli sjálfur þurfa að tefja málið með því að bera fram litla brtt. Það er illa orðuð 3. gr. frv. Menn hafa fyrir sér greinina. Hún hljóðar þannig, með leyfi hæstv. forseta:

„Heimild þessi gildir í 10 ár frá því, að lögin öðlast gildi. Öllum ágóða af happdrættinu skal varið til að greiða stofnkostnað við byggingarframkvæmdir við dvalarheimili aldraðra sjómanna.“

Þetta er óþarflega langt og leiðinlegt orðalag, og ég vil leyfa mér að bera fram svofellda brtt.: „Öllum ágóða af , happdrættinu skal varið til byggingar dvalarheimilis aldraðra sjómanna.“

Hún segir alveg það sama í færri orðum.