09.12.1953
Neðri deild: 36. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1280 í B-deild Alþingistíðinda. (1297)

109. mál, skemmtanaskattur

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Frv. þetta er að beiðni hæstv. menntmrh. flutt af hv. menntmn. Ed., og hefur sú deild afgr. málið óbreytt til þessarar hv. d. Með þessu frv. er ekki farið fram á annað en að framlengdir verði eins og áður þeir viðaukar við skemmtanaskattinn samkv. lögum frá 1927, sem gilt hafa nú um margra ára skeið.

Það er öllum ljóst, að fjárþörf þeirra, sem njóta þessa skatts, fer í raun og veru vaxandi ár frá ári, en ekki minnkandi, og því leggur hv. menntmn. til, að frv. verði samþ. óbreytt.

Þess má geta, að við afgreiðslu málsins í n. var hv. 3. landsk. (HV) fjarstaddur.