07.12.1953
Neðri deild: 34. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1282 í B-deild Alþingistíðinda. (1305)

101. mál, þingfararkaup alþingismanna

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Fjhn. þessarar hv. d. hefur haft þetta frv. til athugunar og orðið á einu máli um að mæla með því, að það verði samþ. með fáeinum breyt., sem hún flytur á þskj. 255. Skal ég fyrir n. hönd fara fáeinum orðum um þessar brtt.

Fyrsta brtt. er við 1. gr., um að fella þar úr eitt orð, sem hefur valdið nokkrum misskilningi, en það er orðið „fullrar“ og á við verðlagsuppbót. Það hefur valdið þeim misskilningi eða getur valdið þeim misskilningi, að það væri einhver önnur regla á þessu höfð en almennt er. Það var aldrei ætlun þfkn., að það gilti um það nein önnur regla, og þessi brtt. er því til þess að koma í veg fyrir, að þetta geti valdið misskilningi.

Við 2. gr. flytur n. brtt. um það að taka upp í þetta frv. ákvæði, sem er í lögum nú, um helmild fyrir ríkisstj. til þess að byggja þingmannabústað, og er það ekki nein breyting frá því, sem nú gildir. Margir hv. þm. hafa áhuga fyrir, að þetta verði gert hið allra fyrsta, og nokkuð hefur verið um það rætt að fara inn á þessa leið, en að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um það í þessu sambandi, því að það kemur þá fyrst til athugunar, þegar farið væri um það að ræða, hvort viðkomandi hæstv. ríkisstj. mundi nota þessa heimild.

3. gr. frv. orðar n. upp, og er það í rauninni aðeins til þess að gera hana skýrari og í samræmi við þá reglu, sem gilt hefur á þessu sviði.

Þá er það 4. brtt., sem er umorðun á 4. gr. og er í rauninni aðalbrtt., sem n. flytur. Hún er um hreyt. á þeim ákvæðum, sem lögð eru til í frv. varðandi eftirlaunarétt þingmanna, og er 1. brtt. þar í sú, að miðað sé við 10 ára lágmarksþingsetu í stað þess, að í frv. er miðað við þrjú kjörtímabil, og telur n. þetta öllu skýrara, vegna þess að kjörtímabil eru nokkuð breytileg. Í öðru lagi er það tekið inn í þessa till., að þá fyrst komi þessi réttur til greina, þegar maðurinn er orðinn 65 ára, eins og tíðkast á öðrum sviðum, og í þriðja lagi er svo breytt til um það, að þessi réttur sé miðaður við, að það séu 60% af þingkaupinu eins og það er á hverjum tíma og miðað við fimm ára meðaltalslengd þingtímans. Fannst fjhn., að með þessum hætti yrði þetta meira í samræmi við þær algildu reglur, sem gilda á þessu sviði, enda þótt þar sé töluvert mikið lækkaður rétturinn frá því, sem í frv. er. Þetta mundi þýða það, að t.d. þeir fyrrv. alþm., sem kæmu undir þetta og nú eru farnir af þingi, mundu að þessum lögum samþykktum fá þennan rétt í samræmi við það þingkaup, sem þessi lög ákveða, ef samþ. verða, og svo áfram mundi þetta breytast frá ári til árs með þá menn, sem undir þetta kunna að koma.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um þessar brtt. hv. fjhn., en vænti þess og mæli með því fyrir hennar hönd, að frv. verði samþ. með þeim brtt., sem á þessu þskj. eru lagðar til.

F