17.12.1953
Neðri deild: 40. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1292 í B-deild Alþingistíðinda. (1324)

101. mál, þingfararkaup alþingismanna

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv., sem búið var að ganga hér í gegnum hv. d., hefur tekið allmiklum breytingum í hv. Ed. og að miklu leyti verið orðað um og fleiri breyt. á því gerðar, sem eru þó meira orðabreytingar en efnisbreytingar. Þó eru í því tvær verulegar efnisbreytingar. Önnur er sú, að ráðgert er í frv., að undirbúa skuli byggingu á þingmannabústað á næsta ári, og hin er sú, að það er með frv. eins og það er nú stofnaður lífeyrissjóður alþm.

Fjhn. þessarar hv. d. hefur nú athugað þetta mál, og enda þótt hún telji, að ýmislegt af þessum orðabreyt. hv. Ed. séu lakari en var, þegar frv. fór héðan, þá er n. því samþykk að ganga að frv. eins og það er, að öðru leyti en 12. gr., sem n. flytur á þskj. 335 till. um að fella niður. Að við leggjum til að fella þessa gr. niður, stafar af því, að um þessi mál er talsverð deila og óánægja varðandi aðra og sérstaklega þá menn, sem fá styrk á 18. gr., að það er dregið frá hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þessi mál eru þess vegna á því stigi, að það verður innan skamms að leysa þau yfir alla línuna, og fjhn. lítur svo á, að það sé ekki hægt að samþ. það hér, að fyrrverandi alþm., sem koma undir þessi l., fái þarna neinn hærri rétt en almennt er viðurkenndur fyrir aðra.

Þeir menn, sem við höfum talað við úr hv. Ed., halda því fram, að með þessum hætti, sem hér er stofnað til, sé þetta keyptur réttur, vegna þess, að það á að vera prósentugjald af þingfararkaupi, sem lagt er í þennan sjóð, og það er út af fyrir sig alveg rétt varðandi framtíðina. En varðandi þá menn, sem kæmu undir þetta og nú eru farnir af þingi, þá gildir þetta ekkí, og þess vegna telur fjhn., að það sé betra að láta þetta atriði vera óafgert í þetta sinn, og við höfum ástæðu til að ætla, að hv. Ed. gangi inn á þetta sjónarmið og samþ. frv., ef það verður afgr. hér á þennan hátt, sem ég vil mega vænta.