27.10.1953
Neðri deild: 11. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í B-deild Alþingistíðinda. (14)

61. mál, alþjóðaflugþjónusta

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Í frv. því, sem hér liggur fyrir, er lagt til, að ríkisstj. verði heimilað að taka lán hjá Framkvæmdabanka Íslands, rúmlega 4 millj. kr., til þess að reisa stuttbylgjustöðvarhús hér í nágrenni Reykjavíkur, sem notað verði í þágu alþjóðaflugþjónustu, eins og segir í 1. gr. frv. Skýringar fylgja með frv. á þskj. 72.

Frv. er borið fram af hæstv. ríkisstj. Það hefur þegar verið samþ. í hv. Ed. Fjhn. þessarar d. hefur athugað málið og leggur til, að það verði einnig samþ. hér.