02.03.1954
Efri deild: 55. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1311 í B-deild Alþingistíðinda. (1423)

137. mál, stjórn flugmála

Sigurður Ó. Ólafsson:

Herra forseti. Eins og ég gat um við 2. umr. um þetta mál, þá hafði nú n. athugað þetta og ekki fundið neitt nafn, sem henni þætti heppilegra, en þetta, sem hér er stungið upp á. En þar sem nú er komin fram brtt. frá hæstv. dómsmrh. um að breyta nafninu í „flugmálastjóra“ og það einmitt komst til tals í nefndinni, en fékkst ekki samkomulag, þá vildi ég fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann frestaði þessari umr., til þess að n. gæfist frekara tækifæri til þess að athuga brtt.