13.11.1953
Efri deild: 20. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1320 í B-deild Alþingistíðinda. (1454)

78. mál, sala jarða í opinberri eigu

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. N. hefur orðið sammála um að mæla með því, að þetta frv. verði samþykkt. Það liggja fyrir nokkrar brtt. við það. Til þeirra hefur n. ekki tekið endanlega afstöðu, vildi gjarnan heyra fyrst grg. þeirra manna; sem flytja þær. Eins hefur verið talað við n. um fleiri brtt. en þær, sem komnar eru hér fram, og til þeirra hefur n. ekki tekið afstöðu heldur, en gerir ráð fyrir að heyra grein fyrir þeim brtt., sem menn vilja koma að við frv., undir þessari umræðu. Ég skal geta þess, að þó að þessar jarðir báðar séu kallaðar þjóðjarðir þarna, þá mun n. ekki gera neina aths. við það, en í gömlum máldögum sést, að Heiðarhús hafa legið undir Laufáskirkju á Svalbarðsströnd.