31.03.1954
Neðri deild: 74. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1409 í B-deild Alþingistíðinda. (1586)

177. mál, Greiðslubandalag Evrópu

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Það er ekkert, er ég ætla um þetta að segja, annað en það, að ég vildi gera grein fyrir því, að fjhn. d. mælir einróma með því, að frv. verði samþ., og á grundvelli þeirra raka, sem fram koma í frv., að eins og gjaldeyrisástæður eru núna, er nauðsyn á því að hagnýta þá heimild, sem farið er fram á að veitt verði, sérstaklega vegna þess að skipting gjaldeyriseigna þjóðarinnar er þannig í bili, að það er hentast að hafa þennan, hátt á vegna þurrðar á Evrópugjaldeyri. Aftur á móti stendur á bak við þetta, elns og gerð er grein fyrir í hinni upphaflegu grg. frv., öll sú gjaldeyriseign landsmanna, sem er dollaragjaldeyrir. — Fjhn. leggur sem sagt einróma til, að frv. verði samþykkt.