02.03.1954
Efri deild: 55. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1427 í B-deild Alþingistíðinda. (1612)

84. mál, kirkjubyggingasjóður

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Ég fór fram á það um daginn, að þessu máli yrði frestað. Ástæðan var sú, að ríkisstj. ætlaði sér að athuga málið og þær brtt., sem fram voru komnar. Nú hefur þetta mál verið athugað í ríkisstj., og niðurstaðan er sú, að stj. mælir með því, að frv. verði samþ. með þeim breytingum, sem greinir á þskj, 194 og 403.