07.04.1954
Neðri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1505 í B-deild Alþingistíðinda. (1818)

63. mál, síldarleit

Jónas Rafnar:

Herra forseti. Það er nú sennilega ástæðulaust að vera að lengja þessar umræður. Eins og ég sagði áðan, þá verður till. n. sennilega samþykkt.

En í tilefni af því, sem hv. þm. Snæf. (SÁ) sagði hér áðan, þá vildi ég nú aðeins benda á það, að í meðalsíldarárum hljóta síldarverksmiðjurnar að hafa meira hagræði tiltölulega af síldarleitinni heldur en saltendurnir, svo að það er augljóst mál, að fyrsta síldin, sem kemur í, land, ef hún er veidd nærri ströndum landsins, fer fyrst og fremst í söltunina, nýjasta síldin, en sú síld, sem verksmiðjurnar leita eftir að fá, hlýtur að sæta afgangi.

Ég er á þeirri skoðun, að það sé réttmætt, að hlutföllin í þessu tilfelli séu þannig, að það sé ein tunna af uppmældri síld á móti hverju síldarmáli. Hins vegar skal ég viðurkenna það, að um þetta má sjálfsagt deila, og geta menn haft í þessu máli eins og mörgum öðrum nokkuð misjöfn sjónarmið.