07.04.1954
Neðri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1506 í B-deild Alþingistíðinda. (1819)

63. mál, síldarleit

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Það hefur komið fram frá öðrum hv. flm. þessa frv., að hann er því andvígur, að samþykkt sé sú brtt., sem sjútvn. hefur flutt við frv. um það, hvernig gjald skuli reiknað annars vegar af bræðslusíld og hins vegar af saltsíld. Nú er það svo, að ég hef ásamt öðrum sjútvn.-mönnum bæði verið fylgjandi þessu máli eftir atvíkum og þessari brtt. En ég vildi nú, úr því að þetta er fram komið frá öðrum flm., mjög mælast til þess við hæstv. forseta, og ég held, að það séu fleiri af nm. um þá ósk, að umr. um málið verði frestað, þannig að n. gefist tóm til að athuga það á ný.