11.03.1954
Neðri deild: 60. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1508 í B-deild Alþingistíðinda. (1837)

79. mál, skipun læknishéraða

Jón Pálmason:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hv. heilbr.- og félmn. fyrir það að hafa einróma lagt til, að þetta frv. verði samþ. Ég get að vísu sagt, að ég hefði vonazt eftir því, að hv. n. hefði skilað þessn miklu fyrr, vegna þess að þetta mál hefur verið ágreiningslaust hér í hv. deild, en um það er ekki að sakast, og væntanlega verður tækifæri til þess að fá það í gegn. Mér er kunnugt um það, að dráttur nefndarinnar stafar af því, að það hefur svona af og til verið von á allsherjarbreytingu á læknaskipuninni.

En varðandi þá brtt., sem frsm. hefur lagt hér fram, þá er hún náttúrlega alveg eðlileg, því að frv. var lagt svo snemma fram, að það var gert ráð fyrir, að það gæti tekið gildi, ef samþ. yrði, um síðustu áramót, og þar sem nú er komið langt fram yfir þau, þá er sjálfsagt og eðlilegt að samþykkja þessa brtt.