08.04.1954
Efri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1510 í B-deild Alþingistíðinda. (1854)

79. mál, skipun læknishéraða

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Það er aðeins ein fyrirspurn. Muni ég rétt, þá eru laun héraðslækna misjöfn eftir því, í hvaða embætti þeir eru. Í launalögunum munu læknishéruðin vera flokkuð niður, ef ég man rétt, í 3 eða 4 flokka og ætluð misjöfn laun. Hvað eru laun héraðslæknis í Höfðahéraði hinu nýja? Það er ekki í launalögunum. Í hvaða flokk héraðslækna á hann að fara? Það er alveg ótiltekið í brtt. og sett líklega á vald ráðh., — kannske það eigi að vera meðaltal af öllu því, sem héraðslæknarnir hafa núna? Ég veit það ekki. Einhver héraðslæknislaun verður hann að hafa, og þau eru ákveðin í launalögunum og eru sem sagt misjöfn. Þess vegna getur brtt. ekki staðizt. Það þarf að vera lagt í vald ráðh. að ákveða, hver launin séu, eða þingið ákveði það, — það er ekki gert í þessu, — því að héraðslæknalaunin eru misjöfn.