08.04.1954
Efri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1511 í B-deild Alþingistíðinda. (1856)

79. mál, skipun læknishéraða

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég held, að það sé einhver misskilningur saman við þetta hjá hæstv. dómsmrh. og hv. 1. þm. N-M. Svo er ástatt í þessu héraði, að hreppurinn hefur ráðið lækni, sem nú hefur starfað þar í um 2 ár með ákveðnum launum. Það, sem um er að ræða samkvæmt brtt., er það, að þessi laun, sem samizt hefur um milli hreppsnefndar og læknisins, sem er þarna, verði greidd úr ríkissjóði, þó þannig, að ekki fari fram úr læknislaunum samkvæmt héraðslæknalögunum. Og þótt ekki séu hein ákvæði um það, að þetta hérað sé nefnt í þeim, þá er auðvelt að miða við héruð af sömu stærð, því að það er það, sem ákveður launin.