08.04.1954
Efri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1511 í B-deild Alþingistíðinda. (1857)

79. mál, skipun læknishéraða

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég skil þessar skýringar, sem hér hafa komið fram frá hv. nm., en þeir svara ekki þeirri spurningu: Hvaða ástæða er til þess, að ríkissjóður taki nú þegar á sig launin, en samt sé látið svo sem l. eigi ekki að taka gildi fyrr en 1. janúar? Hvaða skrípaleikur er hér á ferðinni? Af hverju er verið að dyljast þess, að embættið er þegar stofnað og maður er þegar í því, og hverjum er verið að gera til geðs með því að láta þá svo sem l. eigi ekki að taka gildi fyrr en löngu seinna?