08.04.1954
Efri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1511 í B-deild Alþingistíðinda. (1858)

79. mál, skipun læknishéraða

Páll Zóphóníasson:

Með leyfi hæstv. forseta. Þetta í launalögunum stendur svo: „Héraðslæknar í Reykjavík og á Akureyri hafa 11100 krónur. Héraðslæknar í 3. flokks héruðum hafa 10200. Héraðslæknar í 2. flokks héruðum hafa 7200–9600. Héraðslæknar í 1. flokks héruðum hafa 6000–7800.“ Og svo stendur: „Ráðherra sá, er fer með heilbrigðismál, setur, að fengnum till. landlæknis og Læknafélags Íslands, reglugerð um skiptingu læknishéraða í þrjá flokka samkvæmt framansögðu, og skal við þá flokkun einkum farið eftir fólksfjölda og samgöngum og þéttbýli, með hliðsjón af, hve erfið héruðin eru.“ Hvar í flokki er þetta hérað, sem ekki er til? Hvaða héraðslæknislaun á að borga í því?