08.04.1954
Efri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1523 í B-deild Alþingistíðinda. (1890)

121. mál, skipun læknishéraða

Páll Zóphóníasson:

Ég skal ekki blanda mér miklu meir í þessi læknamál en ég hef gert. En ég held, að það sé óhætt að mótmæla því hjá hæstv. forseta, að það sé venja að láta læknaskipti verða um áramót. Síðasta málið, sem við höfum verið með hér á þingi um nýjan lækni, var, að ég má segja, í Hveragerði, og þar stóð: „Lögin öðlast gildi þegar.“ Og það hefur verið venjan, þegar við höfum samþykkt ný læknalög, að setja í seinustu gr., að lögin öðlist gildi þegar, en ég held aldrei frá næstu áramótum. Hér er því beint sagt rangt frá vísvitandi hjá forseta.