09.04.1954
Efri deild: 83. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1528 í B-deild Alþingistíðinda. (1941)

92. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Mér er ekki alveg ljóst, hvort það er ætlunin, að 4. gr., eins og hún er í frv., falli niður og það komi í staðinn, sem í brtt. stendur. Það er um allt annað efni, annað er um greiðslu, hitt er um skoðunarvottorð. Er það ekki? (Gripið fram í.) Ég skal ekki dæma um það, en það er annað við breytinguna. Mér sýnist málið á henni vera eitt hið stirfnasta, sem ég hef séð í till. hér á þingi, með leyfi hæstv. forseta: „Að lokinni árlegri skoðun, hafi engar athugasemdir verið gerðar við öryggisbúnað eða hollustuhætti“ o. s. frv. Þetta er ekki íslenzka. Það er óhætt að segja það. Það kann að vera, að orðin öll séu íslenzk, en öll uppbygging setningarinnar er svo stirðleg og óliðleg, að mér finnst, að n. þurfi að athuga þetta betur og færa þetta í mannlegt form, ef svo má segja.