09.04.1954
Efri deild: 83. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1530 í B-deild Alþingistíðinda. (1943)

92. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Það gleður mig, að þetta aflægi skuli ekki vera samið af hv. n., heldur af mönnum, sem n. sjálf hefur haft þau orð um, að henni þyki torskilið, af hverju þeir hafi leyft sér að breyta lögum með reglugerð. Það eina, sem mér finnst þá furðulegt, er það, að n. skyldi taka slíka lögbrjóta til þess að semja orðalag till. fyrir sig og átta sig ekki á því, að það þyrfti að endurskoða fleira hjá þessum aðilum, sem þarna eiga hlut að máli. Ég vil eindregið skora á hv. n. að fresta þessu til morguns og setja þetta í viðunandi búning, af því að það er þinginu til skammar að samþykkja þetta eins og það er.