25.03.1954
Neðri deild: 68. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1545 í B-deild Alþingistíðinda. (1988)

173. mál, brunatryggingar í Reykjavík

Forseti (SB):

Það hafa ekki fleiri kvatt sér hljóðs, og er umr. lokið. Atkvgr. um málið verður frestað. (Gripið fram í: Ég hafði kvatt mér hljóðs í gærkvöld.) Það er mér ekki kunnugt um. Umr. um málið hafði verið slitið. (Gripið fram í: Ég mótmæli.) Það var nú ekki meiningin að vera neitt að þröngva kosti hv. þm., en í gær, þegar ég yfirgaf forsetastól, þá var enginn á mælendaskrá. Hafði ég meira að segja rökstudda ástæðu til þess að ætla það, að hv. 11. landsk. mundi ekki taka til máls, þar sem hann óskaði þess aðeins að leggja fram sína brtt. Ég tek því ekki við neinum ákúrum frá hv. 11. landsk. a. m. k. í þessu efni. En það verður orðið við ósk hv. þm. um það að ljúka ekki umr.