27.03.1954
Neðri deild: 71. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1563 í B-deild Alþingistíðinda. (2002)

173. mál, brunatryggingar í Reykjavík

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég ætla ekki núna að fara að ræða hér um efni málsins, en ég vil benda mönnum á, að hér er um allvandasama lagasetningu að ræða, og hér er komin fram skrifleg brtt. um talsvert vandasamt atriði í málinu. Ég vil því fara fram á það við hæstv. forseta, að hann taki málið út af dagskrá, svo að mönnum gefist tækifæri til þess að athuga þessa brtt., sem fram er komin, áður en umr. verður haldið áfram eða til atkvgr. kemur. Ég vil mjög eindregið beina þessu til hæstv. forseta.