30.03.1954
Neðri deild: 73. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1649 í B-deild Alþingistíðinda. (2123)

174. mál, stéttarfélög og vinnudeilur

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég vildi mælast til þess, að þetta mál verði tekið út af dagskrá nú, vegna þess að iðnn., sem flytur það, þarf að athuga það á einum fundi, áður en það er afgr. út úr deildinni.

Forseti tók málið af dagskrá, og á sömu leið fór á 74. fundi í Nd., 31. marz.

Á 80. fundi í Nd., 7. apríl, var frv. enn tekið til 3. umr. (A. 490, 723).