09.04.1954
Efri deild: 83. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í C-deild Alþingistíðinda. (2189)

111. mál, menntun kennara

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég lít ekki á þetta sem kostnaðaratriði fyrir ríkissjóð við að koma skólanum upp, heldur fyrst og fremst sem atriði um það, hvar skólinn hefur bezta möguleika til að starfa í framtíðinni, hvar verður ódýrast fyrir ríkissjóð að reka hann á hinu langa árabili, sem hann á að starfa, og hvar hann getur haft bezta kennslukrafta. Þetta veit ég að er í Reykjavík, og þess vegna segi ég nei við till.