09.04.1954
Efri deild: 83. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í C-deild Alþingistíðinda. (2190)

111. mál, menntun kennara

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Mér virðist þessi till. gera ákaflega litla breytingu á gildandi lögum og skil varla, til hvers lögin eru, ef till. er samþ., því að a. m. k. ef orðin „í næsta nágrenni Reykjavíkur“ eru skilin dálítið rúmt, þá er breytingin frá gildandi lögum víst harla lítil. — Það virðist hafa orðið stefnubreyting í þessu máli út af því, að hæstv. dómsmrh. lýsti því yfir, að hann mundi flytja skólann til Akureyrar, ef frv. yrði samþ. Ég býst við, að hann hafi þá átt við frv. óbreytt eða lítið breytt. Ég skil ekki þessa stefnubreytingu hjá ýmsum, sökum þess að það mun hafa legið fyrir frá upphafi og engin dul á það dregin af flm. málsins, hv. þm. Ak. (JR), að það væri meiningin með flutningi frv. Ég segi því nei.