09.04.1954
Efri deild: 83. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í C-deild Alþingistíðinda. (2191)

111. mál, menntun kennara

Hermann Jónasson:

Herra forseti. Með því að það er upplýst mál um þessa lagagrein, að húsmæðrakennaraskólinn skuli vera á Íslandi, starfa á Íslandi, að Ísland þýðir í þessu tilfelli Akureyri. og með því að hæstv. menntmrh. hefur skilið þetta þannig og lýst því yfir hér, þá er komið að því, sem ég sagði áðan, að það er verið að flytja skólann, án þess að þau atriði séu rannsökuð áður, sem nauðsynlegt er að rannsaka og upplýsa, áður en skóli er fluttur. Og með því að fella till. hv. 4. þm. Reykv. var það gert, það á að flytja hann, án þess að þessi atriði séu rannsökuð, og þar af leiðandi segi ég nei.