02.04.1954
Efri deild: 76. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 231 í C-deild Alþingistíðinda. (2395)

165. mál, ríkisborgararéttur

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Vegna áskorunar hv. þm. Seyðf. vil ég taka hér til máls, þó að ég hafi ekki ætlað mér það. Ástæðan til þess, að ég þagði, var sú, að mér virtist sem n. hefði leyst starf sitt ágætlega af hendi og er mjög ánægður með hennar till.

Ég tek undir það, sem hv. þm. Seyðf. sagði um till. hv. þm. V-Sk. Mér finnst sanngjarnt, að þessar konur verði að hlíta einhverjum reynslutíma, og það eru einmitt kvennasamtökin, ekki aðeins hér á Íslandi, heldur í heiminum yfirleitt, a. m. k. í vestrænum löndum og norrænum, sem hafa beitt sér fyrir þessu jafnrétti, og það er eðlilegt, að þær verði þá að lúta því, sem af jafnréttinu leiðir, einnig í þessum efnum. — Ég vil mjög taka undir og styðja mál hv. þm. Seyðf.