02.04.1954
Efri deild: 76. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í C-deild Alþingistíðinda. (2396)

165. mál, ríkisborgararéttur

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. — Ég mun setja mína till. undir atkv. í d., fyrst n. vill ekki íhuga þetta nánar. En ég vil, rétt til þess að sýna, hve mikið misrétti kemur hér fram, upplýsa að á einu og sama heimilinu, á Hörgsdal á Síðu, eru tvær þýzkar konur, önnur giftist á árinu 1952, seinni hluta ársins. en hin í byrjun ársins 1953. Sú, sem giftist á árinu 1952, er búin að öðlast ríkisborgararétt, en hinni er synjað um ríkisborgararétt. Sjáum við af þessu, hve mikið misrétti kemur hér fram. Báðar þessar konur komu hingað til lands á vegum Búnaðarfélagsins og hafa starfað hér og stofnað heimili í sveitunum. Mér finnst þess vegna og held fast við það, að þessar þýzku konur eigi allar að fá ríkisborgararétt af þessari sérstöku ástæðu, að þær eru fluttar inn á vegum íslenzkra stjórnarvalda og notað neyðarástand í ættlandi þeirra til þess að fá þær hingað.