12.04.1954
Neðri deild: 90. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í C-deild Alþingistíðinda. (2416)

165. mál, ríkisborgararéttur

Jónas Rafnar:

Herra forseti. Ég flutti á þskj. 717 brtt. þess efnis, að Niels Marinus Hansen vefara á Akureyri yrði veittur íslenzkur ríkisborgararéttur. Nú hefur hv. allshn. fallizt á að mæla með því, að þessum manni verði veittur íslenzkur ríkisborgararéttur. Ég vil þakka n. fyrir þessa afgreiðslu og tek jafnframt aftur brtt. mína á þskj. 717, þar sem hún er tekin upp á þskj. 809.