13.11.1953
Neðri deild: 22. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 394 í C-deild Alþingistíðinda. (2600)

85. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (HÁ):

Það hefur komið fram sú skoðun, að í frv. því á þskj. 121, sem hér er til umr., felist ákvæði, sem brjóti í bága við stjskr., og þess verið krafizt, að frv. verði af þeim sökum vísað frá samkv. 27. gr. þingskapa.

Út af þessu vil ég taka fram, að ég mun — og styðst þar við þingvenju — leyfa, að umræður fari fram, m. a. til þess að hlýða einnig á rök þeirra þm., er kynnu að vera á annarri skoðun í þessu efni. Hins vegar mun ég kveða upp úrskurð minn um þetta atriði, áður en til atkvæða kemur eftir þessa umr., eða á síðara stigi málsins hér í d., ef ég tel að athuguðu máli, að það sé réttari málsmeðferð.