08.04.1954
Neðri deild: 81. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 614 í C-deild Alþingistíðinda. (2742)

135. mál, brúagjald af bensíni

Forseti (SB):

Af tilefni þessarar fyrirspurnar og beiðni hv. þm. N-Þ. (GíslG) vil ég aðeins taka það fram, að eins og ég gat um í framsögu fyrir frv. til laga um brúargerðir, þá hefur samgmn. þrásinnis rætt frv. um brúagjald af benzíni, sem hann ræddi um. Niðurstaðan varð sú, að n. skrifaði hæstv. ríkisstj. fyrir alllöngu og óskaði álits hennar á því, hvort hún teldi, að sú hækkun á benzíni, sem gert var ráð fyrir í umræddu frv., færi í bága við það samkomulag, sem ríkisstj. og verkalýðssamtökin gerðu með sér í desember haustið 1952. Óskaði n. svars hið fyrsta frá ríkisstj. Þetta svar hefur ekki enn þá borizt, en mér er kunnugt um það og n. í heild, að ríkisstj. hefur haft málið til athugunar.

Þetta vildi ég aðeins taka fram af tilefni fsp. hv. þm. N-Þ.