26.02.1954
Efri deild: 53. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í C-deild Alþingistíðinda. (2812)

151. mál, óréttmætir verslunarhættir

Flm. (Hermann Jónasson):

Þessi aths. hv. þm. Seyðf. kann nú að hafa við rök að styðjast, og ég hef athugað það mál.

Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er, eins og ég sagði áðan, flutt sérstaklega eftir beiðni eins manns, sem hefur haft verzlun með þessum hætti og tekið upp þar með nýjung hér, sem er mjög algeng erlendis, eins og ég sagði áðan. Ég hef farið yfir þetta frv., sem er samið af einum færasta kollega okkar hv. þm. Seyðf., hæstaréttarlögmanni hér í þessum bæ, að beiðni þessa manns, og ég hef jafnframt, vegna þess að ég rak augun í þetta, beðið skrifstofu Alþingis að athuga, hvort það væri eðlilegt að bera þessa lagabreytingu fram undir þessu formi. Og það var nú álit skrifstofunnar, að það væri ekki óeðlilegt, að það væri gert, þó að það kynni að þykja jafneðlilegt, að það væri gert eftir þessari leið, sem hv. þm. benti á. Það er sjálfsagt að taka það til athugunar í n. Þetta hefur sem sagt komið til athugunar, hvor leiðin væri eðlilegri.