24.02.1954
Sameinað þing: 35. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í D-deild Alþingistíðinda. (2856)

80. mál, Dyrhólaós í Mýrdal

Frsm. (Jón Kjartansson):

Herra forseti. Fjvn. leggur með því, að þessi till. verði samþ. Hún hafði sent hana vegamálastjóra til umsagnar, og í umsögn sinni telur vegamálastjóri mjög sennilegt, að hindra megi landspjöll við Dyrhólaós, en til þess að unnt sé að segja fyrir, hvað heppilegt sé að gera, telur hann, að fram verði að fara mælingar og athuganir á staðháttum, og það er einmitt þetta, sem till. mælir fyrir um.

Ég vil geta þess, að enda þótt ekkert sé fram tekið um það í þessum till. og ýmsum öðrum, sem líkt stendur á um og n. hefur fengið, hver beri kostnaðinn, liggur það að sjálfsögðu í hlutarins eðli, að ríkissjóður ber kostnaðinn, ef Alþ. heimilar svona athugun. — N. leggur til, að till. verði samþykkt.