03.03.1954
Sameinað þing: 37. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í D-deild Alþingistíðinda. (2876)

112. mál, rannsókn byggingarefna

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Það verður ekki dregið í efa, að það er mikil nauðsyn á, að skipulag og tækniútbúnaður hverrar byggingar fullnægi sem bezt þeim kröfum, sem til þeirra þarfa að gera um allt notagildi, Og vegna hins mikla byggingarkostnaðar er ekki síður þörf á, að vandlega sé fylgzt með öllum nýjungum um notkun byggingarefna, byggingaraðferðir og byggingartækni og allt slíkt sé hér tekið til fyrirmyndar, eftir því sem við getur átt og hentugt þykir, Þessa er ekki sízt þörf í sambandi við útihúsabyggingar í sveitum, og því verður þessi till. til þál. að teljast orð í tíma töluð.

Fjvn. sendi teiknistofu landbúnaðarins till. til umsagnar, og mælti hún eindregið með henni. — Fjvn. leggur einróma til, að till. verði samþ. eins og hún er orðuð á þskj. 417. Efnisbreytingin er engin, till. aðeins nokkru ýtarlegri í þeim búningi, sem fjvn. hefur valið henni.