04.12.1953
Neðri deild: 33. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í B-deild Alþingistíðinda. (288)

103. mál, innflutningsmál- gjaldeyrismál, fjárfestingamál o. fl.

Frsm. meiri hl. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Fjhn. d. hefur haft þetta frv. til meðferðar, og leggur meiri hl. til, sbr. nái. á þskj. 225, að frv. verði samþ. með tveim brtt., sem hann flytur við 2. gr. og 4. gr., en það er ekki um að ræða efnisbreytingar, heldur að það sé skýrar kveðið á um þann tilgang, sem ætlazt var til að í greinunum fælist.

Ef litið er á fyrri brtt., við 2. málsgr. 2. gr., þá stóð þar í frv.: „Bankar mega ekki láta gjaldeyri af hendi fyrir vörur, sem háðar eru leyfisveitingum, nema leyfi sé fyrir hendi.“ Þetta þótti of þröngt, og var ekki ætlazt til, að það væri svo þröngt, heldur að þeir mættu ekki láta gjaldeyri fyrir vörur eða til að inna af hendi aðrar greiðslur, sem háðar væru leyfisveitingum, enda þótt þær greiðslur væru fyrir eitthvað annað en vörur, nema leyfi væri fyrir hendi. — Eins er breytingin í 4. gr., þar sem mönnum er gert skylt að skila til bankanna gjaldeyri, sem þeir eiga eða eignast fyrir vöru eða þjónustu. Þar leggur n. til að standi: „fyrir gjaldeyri, sem þeir eiga eða eignast“, hvort sem það er fyrir vöru, þjónustu eða einhver önnur tilvík. M.ö.o.: Þessar tvær till. fela ekki í sér efnisbreytingu frá því, sem ætlazt var til með frv.

En auk þessa hafa nm. áskilið sér rétt til þess að flytja eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma. Frv. er umfangsmikið og tekur til ýmissa vandasamra tilvika í viðskiptamálum okkar, svo að nm. vildu hafa fyrirvara um það, að þeir kynnu ef til vill að þurfa að gera einhverja frekari áréttingu eða breytingar í einstökum atriðum eða fylgja brtt., sem fram kæmu og þeir teldu vera til bóta.

Ég skal svo ekki að þessu sinni hafa þessi orð fleiri.