13.04.1954
Sameinað þing: 51. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 125 í D-deild Alþingistíðinda. (3008)

192. mál, alsherjarafvopnun

Forseti (JörB):

Hv. frsm. meiri hl. hefur gert grein fyrir því, að till. hafi brenglazt ofur lítið frá því, sem ætlazt var til. Ef hv. þm. finnst, að þeir hafi getað gert sér grein fyrir samkv. skýringu hv. frsm., hvað leiðrétt hefur verið, þá skoða ég þetta sem leiðréttingu og kemur rétt í skjalapartinum eins og hv. frsm. hefur nú gert grein fyrir. Hins vegar ef hv. alþm. kjósa heldur að fá í sínar hendur till. með því orðalagi, sem hún á að vera, áður en gengið er til atkvæða, þá mun ég að sjálfsögðu verða við þeim óskum. Ef enginn hv. þm. gerir neina aths. út af þessu, þá skoða ég það sem menn taki þetta gott og gilt, því að hv. frsm. hefur gert glögga grein fyrir því, hvað hér er um að ræða, að það er smáleiðrétting og leiðrétting til betri vegar, skilst mér, á efni till. Ég tel og, að það sé rétt, að hv. frsm. haldi áfram sinni ræðu.