04.11.1953
Sameinað þing: 13. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í D-deild Alþingistíðinda. (3036)

71. mál, strandferðir og flóabátar

Skúli Guðmundsson:

Hæstv. ráðh. er með samanburð um, hvað mikið hafi farið fram úr áætlun fjárlaga, mér skilst landhelgisgæzlukostnaðurinn. Ég teldi það nú meina upplýsandi fyrir þingheim að fá að vita, hvað kostnaðurinn raunverulega hefur orðið fyrr og nú, því að áætlanir þingsins eru oft mismunandi. En hæstv. dómsmrh. lét þau orð falla í sinni ræðu, að það hafi verið fráleitt, — ég held, að hann hafi sagt, að enginn hafi talið fært eða mundi hafa talið fært að fela núverandi forstjóra Skipaútgerðar ríkisins að annast um stjórn varðskipanna. Hæstv. ráðh. færði engin rök fyrir þessu, enda eru þau ekki til, því að það hefur engin reynsla fengizt um hæfni forstjórans, sem hann nefndi, í því efni. Dómur hæstv. ráðh. um þennan opinbera starfsmann er því órökstuddur með öllu, hann er sleggjudómur.