17.03.1954
Sameinað þing: 40. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í D-deild Alþingistíðinda. (3232)

158. mál, sjónvarp

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Mér þykir rétt að skýra frá því, að skömmu áður en þessi till. kom fram, átti útvarpsstjóri tal við mig um þá hugmynd, að hér yrði athuguð til að byrja með tilraun til sjónvarpssendinga, og hafði þegar haft samráð við tækniráðunaut útvarpsins um það. Þá kom tvennt til greina: Annars vegar, að þessi tilraun yrði gerð nú þegar á þessu ári, sem var talinn möguleiki, eða því yrði frestað til næsta árs og þetta yrði gert í sambandi við 25 ára hátíð, minningarhátíð útvarpsins. Fljótt á litið sýndist mér fara vel á því. að fyrsta tilraun yrði gerð í sambandi við þessa 25 ára hátíð, og það varð til þess, að við komum okkur saman um að halda á málinu og undirbúa það með það fyrir augum. Það má því segja, að sú till., sem hér er komin fram, sé mjög í samræmi við þær bollaleggingar, sem uppi hafa verið um þetta, og hef ég vitanlega ekkert á móti till. og tel eðlilegt, að hún verði athuguð í nefnd, en taldi rétt, að þetta kæmi hér fram.