10.12.1953
Efri deild: 32. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 298 í B-deild Alþingistíðinda. (328)

103. mál, innflutningsmál- gjaldeyrismál, fjárfestingamál o. fl.

Frsm. minni hl. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. Því miður lauk ég ekki við að skrifa nál. fyrr en um kl. 7 í kvöld, og hefur því ekki unnizt tími til þess að prenta það eða vélrita til útbýtingar. Ég vil beina því til hæstv. forseta, hvort hann óskar eftir því, að brugðið sé frá þingsköpum á þann hátt, að málið sé rætt, þó að nál. minni hl. liggi ekki fyrir og þó að ekki sé útrunninn sá frestur, sem venjulega er til þess ætlaður að ganga frá nefndarálitum, og mun fara að óskum hæstv. forseta í því á þann hátt að lesa þá upp handritið að nál., ef það er ósk forseta og þeirra, sem vilja framgang málsins, að ég geri það.