22.10.1953
Sameinað þing: 10. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 488 í D-deild Alþingistíðinda. (3327)

212. mál, ólöglega innfluttar vörur

Forseti (JörB):

Út af fyrirspurn hv. þm. um orðbragð á Alþingi, þá vil ég benda honum á, að það er ætlazt til þess, að þm. viðhafi aðeins þau ummæli, sem ekki varða við lög, þó að það væri fyrir utan þinghelgi, en af slíkum reglum eru allir þm. bundnir. Er þar engin undantekning, og ég vil því benda þessum hv. þingmanni á íslenzkt orðtak, sem segir: „Eins og þú ávarpar aðra, ávarpa aðrir þig.“ Og þetta er gott að hafa í huga, ef menn vilja gæta sóma þessarar stofnunar, sóma Alþingis, og þá jafnframt sjálfs sín.