18.11.1953
Sameinað þing: 17. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 536 í D-deild Alþingistíðinda. (3390)

218. mál, verðtrygging sparifjár

Viðskmrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Ég tel þá málsmeðferð; sem hefur verið höfð á þessari till., alveg eðlilega frá hendi ríkisstj., að senda till. til bankamálanefndarinnar, þar sem dr. Benjamín er formaður og hv. 1. landsk. þm. (GÞG) á sæti og fleiri ágætir menn. Og það er eðlilegt, að þessi n. hafi till. til athugunar fyrst og fremst. Hún er í stöðugu sambandi við bankana, um leið og hún endurskoðar bankalöggjöfina, og það er ekki eðlilegt, að ríkisstj. geri aðrar ráðstafanir í þessu máli fyrr en álit frá bankanefndinni er komið, og mér kemur það nú dálítið kynlega fyrir, að hv. fyrirspyrjandi skuli ekki hafa kynnt sér málið í n., því að það er fyrir alllöngu síðna komið til hennar. En ríkisstj. væntir þess, að álit frá bankanefndinni komi fljótlega, og það verður m. a. undir því áliti komið, hvað ríkisstj. sér ástæðu til að gera í málinu. Ég er hv. fyrirspyrjanda sammála um það, að þetta mál sé mikilsvert og þess virði, að því sé gaumur gefinn.