25.11.1953
Sameinað þing: 19. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 575 í D-deild Alþingistíðinda. (3425)

220. mál, vinnudeilur

Forseti (JörB):

Á ræðuborðinu eru límd nöfn þingmanna og þeir kenndir við sitt kjördæmi og einnig röðun á landsk. þingmönnum.

Hæstv. ráðh. varð það nokkrum sinnum á að nefna þingmenn með nöfnum, en til þess er ekki ætlazt, heldur að þeir séu kenndir við kjördæmi eða þá eftir röð við landskjör. Ég vil vænta þess, að hæstv. ráðh. og aðrir gæti þess í ræðum sínum framvegis. Það er aðeins við útvarpsumræður, sem skylt er að nefna nafnið líka. — Hv. 8. landsk. hefur talað tvisvar, en hefur kvatt sér hljóðs. En hann mun ætla að bera af sér sakir, og tekur hann til máls.