10.04.1954
Sameinað þing: 47. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1651 í B-deild Alþingistíðinda. (3530)

Fjárhagur ríkissjóðs 1953

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Mér þykir hlýða að gefa hv. Alþ. yfirlit um afkomu ríkissjóðs á árinu 1953, áður en það lýkur störfum.

Það hefur verið gert bráðabirgðayfirlit um tekjur og gjöld ríkissjóðs fyrir þetta ár, en það verður þó að gefa með þeim fyrirvara, að tölur geta eitthvað breytzt við endanlegt uppgjör, en ekki ætti það að verða svo, að nokkru verulegu máli skipti.

Ég mun þá fyrst gefa yfirlit um tekjur og gjöld á rekstrarreikningi. Það eru þá fyrst tekjurnar. Tekju- og eignarskattur og tekjuskattsviðauki var áætlað 56 millj. og 500 þús., en er á bráðabirgðayfirlitinu 45 millj. og 911 þús., en verður þó mun meira vegna þess, að í eftirstöðvum frá fyrri árum, sem er hér sérstakur liður á bráðabirgðauppgjörinu, er meginhlutinn tekju- og eignarskattur og stríðsgróðaskattur. Þessi tala á því eftir að breytast, þó að það raski ekki niðurstöðu uppgjörsins. — Þá er það stríðsgróðaskattur og hluti ríkissjóðs af honum. Hann var áætlaður 3 millj. og 400 þús., en er í þessu yfirliti 2 millj. 604 þús., en sú tala á eftir að hækka. Hér kemur einnig viðbót úr eftirstöðvunum. — Þá er vörumagnstollur, 24 millj. var áætlunin, en í bráðabirgðayfirlitinu eru 29 millj. 71 þús. — Verðtollur 109 millj. í fjárl., 143 millj. 138 þús. í bráðabirgðayfirliti. — Innflutningsgjöld af benzíni 9 millj. og 200 þús., en 9 millj. 680 þús. eftir bráðabirgðayfirlitinu. — Gjald af innlendum tollvörum var áætlað 7 millj. og 200 þús., en er hér 8 millj. 731 þús. — Fasteignaskattur var áætlaður 700 þús., en er hér 647 þús. — Lestagjald af skipum var áætlað 300 þús., en er hér 293 þús. — Bifreiðaskattur var áætlaður 3 millj. og 300 þús., en er hér 3 millj. og 942 þús. — Aukatekjur voru áætlaðar 3 millj. og 500 þús., en eru hér 4 millj. 864 þús. — Stimpilgjöld voru áætluð 9 millj., en eru hér 12 millj. 551 þús. — Vitagjald var áætlað 1 millj., en er hér 1 millj. 587 þús. — Leyfisbréfagjald var áætlað 100 þús., en er 297 þús. — Veitingaskattur var áætlaður 2 millj. og 500 þús., er hér 1 millj. 836 þús. — Útflutningsleyfisgjald var áætlað 500 þús., er hér 705 þús. — Söluskattur var áætlaður 89 millj. og 500 þús., en er hér 107 millj. 45 þús. — Leyfisgjöld ýmiss konar voru áætluð 1 millj. og 700 þús., en eru hér 2 millj. 552 þús. — Ríkisstofnanir voru áætlaðar 91 millj. 89 þús., en eru hér 113 millj. 622 þús. — Aðrar tekjur voru áætlaðar 6 millj. 195 þús., en eru hér 5 millj. og 40 þús. — Eftirstöðvar frá fyrri árum eru innheimtar 12 millj. 462 þús., og á það eftir að deilast, aðallega á liðina tekju- og eignarskattur og stríðsgróðaskattur, eins og ég gat um áðan. Ríkistekjur voru áætlaðar samtals 418 millj. 684 þús., en eru 506 millj. 578 þús. eftir þessu yfirliti.

Þá vil ég taka það fram, að tekjur ríkisstofnana sundurliðast þannig: Áfengisverzlun ríkisins, hagnaður 63 millj. og 200 þús. — Tóbakseinkasalan, hagnaður 41 millj. og 800 þús. — Landssíminn, rekstrarhagnaður 5 millj. og 400 þús. — Ríkisútvarpið, rekstrarafgangur 2 millj. — Gutenberg, rekstrarafgangur 180 þús. — Áburðarsalan, rekstrarafgangur 754 þús. — Grænmetisverzlunin 76 þús. — Landssmiðjan, rekstrarhagnaður 1 millj. 332 þús. Þetta er samtals 114 millj. 742 þús., en frá dregst rekstrarhalli póstsins, sem er 1 millj. 120 þús., þannig að nettóhagnaður ríkisstofnana verður 113 millj. 622 þús., eins og uppgjörið greinir.

Þá eru það gjöldin.

Vextir voru áætlaðir 3 millj. 658 þús., en hafa orðið 4 millj. 343 þús. — Forsetaembættið, kostnaður var áætlaður 474 þús., en varð 886 þús. — Alþingiskostnaður var áætlaður 3 millj. 744 þús., en varð 2 millj. 825 þús. — Kostnaður við ríkisstjórnina var áætlaður 5 millj. 661 þús., varð 7 millj. 380 þús. — Við hagstofuna var áætlaður kostnaður 964 þús., varð 970 þús. — Kostnaður við utanríkismál var áætlaður 5 millj. 362 þús., varð 5 millj. 895 þús. — Við dómgæzlu og lögreglustjórn var áætlaður kostnaður 25 millj. 470 þús., varð 26 millj. 974 þús. — Opinbert eftirlit, kostnaður var áætlaður 1 millj. 636 þús., en varð 2 millj. 241 þús. — Kostnaður vegna innheimtu tolla og skatta var áætlaður 9 millj. og 600 þús., varð 11 millj. 142 þús. — Sameiginlegur kostnaður vegna embættisrekstrar var 2 millj. 250 þús., og þann lið varð nú að áætla við uppgjörið, hann er áætlaður 2 millj. 250 þús. — Heilbrigðismál, kostnaður var áætlaður á fjárl. 28 millj. 228 þús., en verður 28 millj. 571 þús. — Vegamál voru áætluð 39 millj. 542 þús., en verða a. m. k. 47 millj. kem að því sérstaklega síðar. — Samgöngur á sjó voru áætlaðar 6 millj. 679 þús., en verða 8 millj. 275 þús. — Vitamál og hafnargerðir voru áætlaðar 11 millj. 617 þús., en verða 12 millj. 323 þús. — Flugmál, halli á þeim var áætlaður 3 millj. 317 þús., en mun verða um 1 millj. — Kirkjumál voru áætluð 5 millj. 988 þús., verða 6 millj. 120 þús. — Kennslumál voru áætluð 56 millj. 445 þús., en verða 58 millj. 331 þús. Til opinberra safna, bókaútgáfu o. fl. 4 millj. 971 þús., áætlun, en verða 5 millj. 233 þús. — Til rannsókna í opinbera þágu voru áætlaðar 5 millj. 916 þús., en verða 6 millj. 658 þús. — Til landbúnaðar voru áætlaðar 41 millj. 513 þús., verða 44 millj. og 12 þús. — Sjávarútvegsmál voru áætluð 5 millj. 335 þús., en verða 5 millj. 738 þús. — Til iðnaðarmála voru áætlaðar 1 millj. 863 þús., verða 1 millj. 864 þús. — Til raforkumála voru áætlaðar 5 millj. 527 þús., verða 6 millj. 120 þús. — Til félagsmála voru áætlaðar 51 millj. 84 þús., en verða 51 millj. 392 þús. — Eftirlaun og tillag til lífeyrissjóðs voru áætluð 12 millj. 505 þús., verður um 12 millj. 575 þús. Til dýrtíðarráðstafana voru áætlaðar 36 millj. og 800 þús., þ. e. a. s. til niðurborgunar á vörum, en verða 47 millj. 66 þús. — Þá var á fjárlögunum liður, sem hét „Vantalin verðlagsuppbót“, 2 millj. 500 þús. Það færist ekkert á þann lið í reikningnum, en dreifist á aðra liði. Vísitalan var hærri en fjárl. gerðu ráð fyrir. Það á sinn þátt í umframgreiðslunum á einstökum liðum. — Loks eru óviss útgjöld, voru áætluð 1 millj. og 500 þús., verða 3 millj. og 500 þús.

Fjárlagaliðirnir voru samtals 380 millj. 163 þús., en eru í bráðabirgðayfirlitinu 411 millj. 396 þús. Síðan kemur á rekstrarreikninginn til viðbótar, gjaldamegin, greitt samkvæmt heimildarlögum 5 millj. 972 þús., greitt samkvæmt sérstökum lögum 1 millj. 688 þús., greitt samkvæmt þál. 523 þús. og fært á væntanleg fjáraukalög 2 millj. 360 þús., þannig að rekstrarútgjöldin eru á bráðabirgðayfirlitinu alls 421 millj. og 900 þús., en fjárl. voru 380 millj. 163 þús.

Samkvæmt þessu yfirliti hefur rekstrarafgangur orðið rúmar 84 millj., en gert var ráð fyrir, að hann yrði 38 millj. Ríkistekjurnar hafa farið allverulega fram úr áætlun á árinu 1953 og hafa komizt upp 506 millj., eins og ég gat um, en voru áætlaðar 418 millj. Þær hafa því orðið um það bil 21% meiri en gert var ráð fyrir, enda hefur rekstrarafgangur orðið rúmlega helmingi meiri en ráðgert var.

Rekstrartekjur ársins 1952, þ. e. a. s. árið áður, voru 420 millj., en tekjurnar á fjárl. fyrir 1953 voru áætlaðar 418 millj., eða m. ö. o. áætlaðar næstum því nákvæmlega jafnháar og tekjurnar höfðu reynzt árið áður. Þetta þótti þá mjög óvarleg áætlun, þegar gengið var frá fjárl., sem ekki var að furða, og nær einsdæmi í sögu þingsins, að afgreiðslu fjárl. væri háttað þannig um tekjuáætlun. En þessi háttur, að áætla tekjurnar á fjárl. sjálfum nærri því jafnháar og þær urðu á reikningi árið áður, var upp tekinn eingöngu í trausti þess, að búizt var við 25 millj. kr. sérstökum tolltekjum af óvenjulegum vélainnflutningi til stórra fyrirtækja. En nú hefur farið öðruvísi en á horfðist þá. Hafa orðið verulegar umframtekjur, og ástæðan til þeirra er alveg óvenjulegt góðæri. Þetta sést bezt á því, að þrátt fyrir niðurfellingu kaffi- og sykurtollsins og þess vegna raunverulega lægri skatta og tolla á árinu 1953 en árið 1952, þá verða tekjurnar samt rúmlega 20% meiri þetta ár en árið áður, og þó að 25 millj. af því séu vegna óvenjulegs vélainnflutnings, þá sjáum við, að samt er hækkunin afar mikil. Sérstaklega hafa tekjurnar orðið miklar síðustu tvo mánuði ársins. Í nóvembermánuði áætluðum við í fjmrn., að tekjurnar mundu ná 480 millj., og miðuðum þá við, að jöfn hlutfallsleg hækkun yrði á tekjunum það sem eftir var, nóvember og desember, og orðið hafði fram að þeim tíma, en þær hafa sem sagt losað 500 millj. Fjárl. gerðu ráð fyrir 380 millj. kr. rekstrarútgjöldum, en á fjárlagaliðunum sjálfum urðu rekstrarútgjöldin 411 millj., eða 31 millj. hærri en fjárl. áætluðu. Þar að auki kemur svo gjaldamegin á rekstrareikningi 10½ millj., sem er greidd samkvæmt heimildarlögum, sérstökum lögum, þál. og væntanlegum fjáraukalögum.

Umframgreiðslur eru mestar og tæplega umtalsverðar aðrar en á tveimur fjárlagaliðum. Til dýrtíðarráðstafana er notað 10 millj. 266 þús. meira en áætlað var í fjárl., og var þó haldið sömu reglu um niðurgreiðslu innlendra vara og ákveðið var í sambandi við lausn verkfallsins í fyrravetur, með þeirri einni undantekningu, að aukin var nokkuð niðurgreiðsla á smjöri, þ. e. a. s., að aukinn var skammturinn af niðurgreiddu smjöri, en ekki niðurgreiðslan á smjörkíló. Ástæðan til hinna stórfelldu umframgreiðslna á þessum lið er því stóraukin sala innlendra afurða á árinu frá því, sem áður hafði verið og gert ráð fyrir. Stendur það í sambandi við þá sömu almennu velmegun sem valdið hefur auknum ríkistekjum. Það má geta þess til fróðleiks, að til niðurgreiðslu á smjöri var varið á árinu 11 millj. 122 þús., til niðurgreiðslu á smjörlíki 6 millj. og 800 þús., á kjöti 3 millj. og 470 þús., mjólk 20 millj. 580 þús., en kartöflum 4 millj. 59 þús. Allir þessir liðir eru mun hærri en áætlað var fyrir fram, af þeirri ástæðu, sem ég greindi, og sumir miklu hærri.

Hinn liðurinn á rekstrarreikningnum, sem fer verulega fram úr áætlun, er framlagið til vegamálanna. Þar er 7 millj. 458 þús. kr. umframgreiðsla og getur raunar reynzt nokkru meiri, því að vegamálin eru ekki endanlega uppgerð enn þá. Ég hef t. d. ekki fengið alveg fullnægjandi skýrslu um það enn þá, hvernig vegaviðhaldið kemur út á árinu. Aðalliðirnir í þessari umframgreiðslu eru vegna vegaviðhalds og brúargerða. Til brúargerða eru umframgreiðslur 4½ millj. Er þar um að ræða brýr vegna Laxárvirkjunarinnar, 1 millj. 76 þús., og brú vegna Sogsvirkjunarinnar 309 þús. Það, sem þá er eftir af þessari 4½ millj., er til ýmissa annarra brúa, og var það fé greitt fyrir fram á árinu og ætlunin að það yrði endurgreitt af fjárveitingum ársins 1954. En í samráði við fjvn. var sú ákvörðun tekin að færa þessar fyrirframgreiðslur allar sem útgjöld á árinu 1953, þar sem það fór saman sýnilega, að tekjur ríkissjóðs höfðu talsvert farið fram úr áætlun og þörf var fyrir brúarbyggingar svo brýn, að afgreiðsla brúaliðsins í fjárl. fyrir árið 1954, þ. e. yfirstandandi ár, hefði orðið lítt eða ekki viðráðanleg, ef þessi háttur hefði ekki verið upp tekinn. Þess vegna kemur umframgreiðsla nú á brúaliðinn svo veruleg. Brýr vegna stórvirkjananna tveggja eru á þjóðvegum, og var um samið, að andvirði þeirra skyldi endurgreitt fyrirtækjunum tveimur úr ríkissjóði, en var ekki skylt að endurgreiða það strax. En það var ákveðið í samráði við fjvn. í vetur að endurgreiða þennan brúakostnað Sogsvirkjuninni og Laxárvirkjuninni strax, þar sem ríkissjóður hafði ráð á því, en virkjanirnar höfðu nóg með sinn stofnkostnað.

Þetta eru þá mestu umframgreiðslur ríkisins á rekstrarreikningi, og nema þær samtals 18 millj. af þessum 31 millj., sem eru umframgreiðslur á fjárlagaliðum. Eftir eru þá 13 millj., sem dreifast á mjög marga liði, og má þar helzt nefna, að óviss útgjöld fara fram úr áætlun um 2 millj., framlög til landbúnaðarmála fara fram úr áætlun um 2 millj. 449 þús., og er þar yfirleitt um lögbundna áætlunarliði að ræða. Mest af því eru umframgreiðslur vegna sauðfjársjúkdóma og jarðræktarframlaga, en 765 þús. af þeirri fjárhæð eru vegna fyrirhleðslna í ýmsum vatnsföllum. Voru þetta fyrirframgreiðslur á árinu 1953, sem greiddar voru vegna þess, hvernig stóð á verkum, eins og stundum kemur fyrir, en ætlað var að yrðu endurgreiddar af fjárveitingum 1954. En af sömu ástæðu og þeirri, sem ég sagði frá í sambandi við brúabyggingarnar, var ákveðið í samráði við fjvn. núna í vetur að færa þessar fjárhæðir til útgjalda á árinu 1953. Loks má nefna, að til samgangna á sjó var varið 1 millj. 596 þús. kr. meira en áætlað var, og er það vegna halla á strandferðaskipum, sem ekki varð með nokkru móti umflúinn. Aðrir umframgreiðsluliðir eru smærri. Ég kem nánar síðar að umframtekjunum og umframgreiðslunum í lok þessa máls og vík því ekki nánar að þessu að svo stöddu.

Þá er á rekstrarreikningi rétt um 10½ millj., eins og ég gat um áðan, sem er greiðslur samkvæmt heimildarlögum, sérstökum lögum, þingsályktunum og væntanlegum fjáraukalögum, og vil ég hér með gefa yfirlit um, hvaða greiðslur þetta eru. — Það er fyrst eftir heimildarlögum og heimildum í fjárl. Samkv. 22. gr. fjárl. til að bæta úr atvinnuörðugleikum, þ. e. hluti af atvinnuaukningarfénu, sá hlutinn, sem látinn er sem óafturkræft framlag, 1 millj. 27 þús. Er framlagið miklu meira og kemur á eignahreyfingar sem lán. — Til styrktar bátaútvegsmönnum samkv. 22. gr. fjárlaga vegna veiðarfæraskipta í sambandi við útfærslu landhelginnar 2 millj. 879 þús. — Bætur vegna slysfara á Bolungavíkurvegi 140 þús. — Til Þingvallamyndar samkvæmt fjárlagaheimild 12 þús. — Húsaleigustyrkur presta samkvæmt fjárlagaheimild 45 þús. — Styrkur til að hafa hjúkrunarkonu samkvæmt fjárlagaheimild 5 þús. — Greitt til Þorlákshafnarvegar samkvæmt fjárlagaheimild 176 þús. — Uppbætur til Sveinbjarnar Kristjánssonar samkvæmt fjárlagaheimild 120 þús. — Til menningarsjóðs, uppbót á tekjur hans samkvæmt fjárlagaheimild, 128 þús.

Þá eru hér greiðslur, sem áttu sér stað á árinu 1953, en heimild var samþykkt fyrir fyrst í fjárl. 1954, en þykir sjálfsagt að komi á árið 1953, enda þá útborgaðar: Til byggingar barnaskóla í Hnífsdal 250 þús. samkvæmt 22. gr., greidd ábyrgð á söluverði sunnanlandssíldar, sem framleidd var á árinu 1953, 1 millj., og greiðslur til eigenda minkabúa samkvæmt 22. gr. fjárl., 190 þús. Samtals eru þessar greiðslur samkvæmt heimildarlögum á rekstrarreikningi 5 millj. 972 þúsund.

Þá eru það sérstök lög: Lög um Flóaáveitu 4 þús., um atvinnuleysisskráningu 5 þús., um bókasöfn prestakalla 5 þús., eftirlit með kirkjugörðum 1 þús., varnir gegn kynsjúkdómum 112 þús., meðferð einkamála 57 þús., friðun hreindýra 2 þús., eftirlit með sveitarfélögum 1 millj. 250 þús., eyðing svartbaks 4 þús., rottueyðing 2 þús., skipulag prestssetra 25 þús. og kostnaður vegna laxveiðilöggjafarinnar 12 þús., vegna kjötmatslaga 3 þús., vegna laga um verðlag 3 þús., vegna laga um meðferð opinberra mála 4 þús. og vegna löggjafar um varnarsamning 199 þús. Samtals samkvæmt sérstökum lögum 1 millj. 688 þús.

Eftir þingsályktunum hefur verið greitt: Til milliþinganefndarskattamálum 2 þús. kr., til Gutenberg fyrir prentun 25 þús., það er líka vegna mþn., undirbúningur þurrkvíar 63 þús., kostnaður við Alþingissöguna 38 þús., greidd leiga á fiskflutningaskipum frá árinu 1945, gömul skuld, 395 þús. Þetta er samtals 523 þús.

Þá eru greiðslur vegna væntanlegra fjáraukalaga: Framlag vegna tæknihjálpar 47 þús., framlag til Gufunesvegar, sem stjórnin féllst á að leggja í sambandi við áburðarverksmiðjuna, 846 þús., vegna rannsóknar á fjöruskjögri 35 þús., vegna kostnaðar við hina stóru spjaldskrá 82 þús., vegna Bernarsambandsins 5 þús., vegna sjóvarnargarðs í Gerðum 25 þús., gamall samansafnaður rekstrarhalli dýpkunarskipsins Grettis, sem var hreinsaður upp á árinu og búinn að vera í vanskilum, 500 þús., asdic-tækivarðskipið Ægi, 820 þús. Var þetta greitt á árinu 1953 og ætlunin að leita fjárveitingar fyrir því á fjárl. 1954, en í samráði við fjvn. var þessi fjárhæð greidd á árinu 1953, en horfið frá því að setja hana á fjárlög 1954. Það gildir því sama um hana og framlagið til brúargerðanna, framlagið til fyrirhleðslnanna og ýmsar fleiri greiðslur, sem settar voru á árið 1953 í samráði við fjvn., en hefðu verið settar inn á fjárl. 1954, ef þrengra hefði verið í búi. Þetta er eins konar ráðstöfun á tekjuafgangi 1953 í samráði við fjvn.

Ég hef þá gefið yfirlit um rekstrarafkomuna og greiðslur samkvæmt sérstökum lögum og þingsályktunum og heimildarákvæðum, og þá kem ég að eignahreyfingunum.

Það er þá fyrst „Inn“ á eignahreyfingum. Þar voru útdregin bankavaxtabréf áætluð 100 þús., en urðu 76 þús., endurgreidd lán og andvirði seldra eigna var áætlað 500 þús., en hefur orðið 3 millj. og 40 þús., og lán tekin vegna fjárskipta voru áætluð 3 millj., en urðu 2 millj. 180 þús. Inn á eignahreyfingum hafa þess vegna komið í raun og veru 5 millj. 296 þús., en var áætlað að inn mundu koma 3 millj. og 600 þús.

„Út“ á eignahreyfingum eru þessir liðir: Afborganir lána: Lán ríkissjóðs: Innlend lán, var áætlað 13 millj. 396 þús., hefur orðið 14 millj. 670 þús. Erlend lán, var áætlað 1 millj. 210 þús., hefur orðið 1 millj. 294 þús. Lán ríkisstofnana: Landssíminn, var áætlað 890 þús., hefur orðið 890 þús. — Greitt vegna ríkisábyrgðarlána í vanskilum 7 millj., hefur orðið 6 millj. 726 þús., en ég vil taka það fram hér strax í sambandi við þennan lið, að ríkissjóður á stórfé útistandandi vegna vanskila, eins og ég kem að síðar, sem ekki er búið að færa á þennan lið. — Til eignaaukningar landssímans 4 millj. 700 þús., en hefur orðið 5 millj. 210 þús. — Til kaupa á hlutabréfum í áburðarverksmiðju var áætlað 980 þús., hefur orðið 500 þús. — Til bygginga á jörðum ríkisins og ræktunar á jörðum ríkisins var áætlað 550 þús., hefur orðið 700 þús. — Til byggingar björgunar- og varðskips fyrir Norðurlandi var áætlað 500 þús., varð 500 þús. — Til sementsverksmiðju var áætlað 1 millj., en voru greiddar 2 millj., því að það var notuð einnig heimild í 22. gr. til að bæta við annarri milljón. — Til viðbótarhúsnæðis ríkisspítala var áætluð 1 millj. og 800 þús., og hefur orðið 1 millj. og 800 þús. — Til byggingar fávitahælis var áætlað 500 þús., hefur orðið 500 þús. — Til byggingar nýrra vita 1 millj., áætlað, hefur orðið 1 millj. — Til flugvallagerða var áætluð 1 millj. 320 þús., en hefur verið borgað út 2 millj. 330 þús., eða talsvert meira, og kem ég nánar að þeim lið síðar. — Til byggingar heimavistar við menntaskóla á Akureyri 250 þús., áætlaðar, hefur orðið 250 þús. — Til sjómannaskóla áætlað 440 þús., hefur orðið 440 þús. — Til kennarabústaðar á Hólum áætlaðar 75 þús., hefur orðið 75 þús. — Til menntaskóla Reykjavík áætlað 1 millj. og 300 þús., hefur orðið 1 millj. og 300 þús. — Til skólastjóraíbúðar við menntaskólann að Laugarvatni 250 þús., áætlaðar, hefur orðið 250 þús. — Til byggingar kennaraskóla áætlaðar 300 þús., hefur orðið 300 þús. — Til bygginga á prestssetrum og til byggingar prestshúss á Hólum og til útihúsa á prestssetrum var áætlað 1 millj. 750 þús., varð 2 millj. 45 þús. — Til byggingar sýslumannabústaða voru áætlaðar 600 þús., hafa orðið 680 þús. — Til lögreglustöðvar í Reykjavík voru áætlaðar 250 þús. og hafa orðið 250 þús. — Til lögreglustöðvar í Keflavík áætlað 350 þús. og hafa orðið 350 þús. — Til rafveituframkvæmda á Hólum áætlaðar 150 þús., hafa orðið 150 þús. — Til rafveituframkvæmda á Hvanneyri 80 þús., áætlaðar, hafa orðið 80 þús. — Lán til kaupa á dieselrafstöðvum 650 þús., hafa orðið 650 þús. — Til viðbyggingar málleysingjaskólans 300 þús., hefur orðið 300 þús. — Til byggingar dvalarheimilis fyrir afvegaleidd börn og unglinga 300 þús., hefur orðið 610 þús. Samtals voru fjárlagaliðirnir „Út“ á eignahreyfingum áætlaðir 41 millj. 891 þús., en hafa orðið 45 millj. 850 þús.

Það er ekkert sérstakt að segja um tekjurnar á yfirlitinu um eignahreyfingar, en um greiðslurnar vil ég taka þetta fram: Þær hafa verið áætlaðar, eins og ég sagði áðan, 41 millj. 891 þús. í fjárl., en hafa orðið 45 millj. 850 þús., þ. e. a. s. fjárlagaliðirnir, eða tæpum 4 millj. kr. hærri en fjárlög gera ráð fyrir. Af þessum 4 millj. eru 1 millj. 280 þús. vegna hærri afborgana á föstum skuldum en ráð var fyrir gert á fjárl. Ein milljón stafar af því, að til sementsverksmiðjunnar voru greiddar 2 millj., önnur samkvæmt fjárveitingu á eignayfirlitinu í fjárlögunum, en hin samkvæmt heimild í 22. gr. fjárl. fyrir árið 1953, eins og ég gat um áðan, og koma því 2 millj. til sementsverksmiðjunnar á eignayfirlitið, en ekki ein. Til flugvallagerðar er veitt á eignayfirlitinu 1 millj. 320 þús., en greiðslur eru 2 millj. 330 þús., eða 1 millj. og 10 þús. umfram fjárveitingu, og er það greitt samkvæmt heimild í 22. gr. fjárl. 1953, þar sem gert er ráð fyrir því, að til framkvæmda á vegum flugmálastjórnarinnar verði varið þeirri fjárhæð, sem rekstrarhalli flugmálanna verði í reyndinni lægri en hann er áætlaður í fjárl. Það er sem sé ætlazt til þess, að flugmálin njóti þess í framkvæmdum, sem „sparast kann í hallanum, og kemur það enn við sögu síðar, því að það hefur „sparazt“ meira en nemur þessari greiðslu. Þá hafa verið greiddar til byggingar dvalarheimilis fyrir afvegaleidd börn og unglinga 610 þús. kr. í stað 300 þús. á fjárl., og var það gert eftir sérstakri áskorun fjvn. Alþ., og átti það rætur sínar í sömu ástæðum og aðrar slíkar greiðslur, sem ég hef þegar gert grein fyrir. Loks er tæplega 300 þús. kr. meira varið til prestssetra en áætlað var á fjárl., og er það í rauninni hin eina eiginlega umframgreiðsla á þessum liðum, eins og kemur raunar í ljós af því, sem ég hef nú sagt um það efni.

Svo koma aðrir útborgunarliðir á eignayfirlitinu heldur en þeir, sem gert er ráð fyrir í eignahreyfingagrein fjárlaganna sjálfra, og þeir eru þessir — til viðbótar þessum 45 millj. 850 þús. Það eru fyrst lán til ýmissa samkvæmt lista — ég mun lesa hann á eftir — 4 millj. og 80 þús. Keyptur sendiherrabústaður í Osló 530 þús. Keyptar jarðeignir að frádregnum áhvílandi skuldum 153 þús., það er Hrísey, landið er keypt samkvæmt heimild í l. þar að lútandi. Atvinnuaukningarlán samkvæmt 22. gr. fjárl. 4 millj. 123 þús., ég var áður búinn að gera grein fyrir rúmri milljón, sem er lagt fram til atvinnuaukningar sem óafturkræft fé, og þá eru samtals komnar rúmar 5 millj. í þessu skyni, en það voru heimilaðar 5 millj. í 22. gr. fjárl. Húsa- og landakaup vegna menntaskóla að Laugarvatni 1 millj. 613 þús., sem var greitt fyrir áramótin, var heimilað í fjárl. ársins 1954, en greiðslan fór fram á árinu 1953, og eins og ástatt er með afkomuhorfur á árinu, sem er að byrja, þá þótti sjálfsagt að taka þetta til gjalda á það ár, sem það var út greitt. Samtals verða þá greiðslur á 20. gr., þegar hér er komið sögu, 56 millj. 339 þús. Þarna bætast sem sé tæpar 11 millj. við sjálfa fjárlagaliðina.

Lán til ýmissa námu 4 millj. og 80 þús., og eru þau þessi: Til ræktunarsjóðs samkvæmt 22. gr. fjárl. 1953 421 þús., til íbúðarhúsabygginga af gengishagnaðarreikningi 390 þús., til getraunastarfsemi íþróttamanna, á að vera til bráðabirgða, til að koma henni af stað, 200 þús., til landshafnar í Keflavík vegna vanskila 384 þús., til h/f Hærings vegna vanskila 984 þús. og til bifreiðaeftirlitsins vegna skilta, á að koma inn aftur fljótlega, 500 þús., til þjóðleikhúss vegna rekstrarhalla og greiðsluvandræða 250 þús., til Útvegs h/f vegna Súðarinnar 54 þús. og loks greiðslur af Marshallláni vegna ýmissa fyrirtækja, sem ekki hafa staðið í skilum, 897 þús. kr. Þetta eru samtals 4 millj. og 80 þús.

Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég nú hef gefið, verða heildarniðurstöður þessar: Rekstrarafgangur 84 millj. 639 þús. Innkomið var á 20. gr. 9 millj. 696 þús. Þetta verða samtals 94 millj., 335 þús. En út á 20. gr. voru 56 millj. 339 þús., svo sem ég hef þegar gert grein fyrir, og telst mér þá til, að greiðsluafgangur megi reiknast 37 millj. 996 þús. kr. eða tæpar 38 millj., en þó því aðeins verður þetta kallaður greiðsluafgangur, að ekki verði taldar til gjalda beinlínis ýmsar þær fjárhæðir, sem ég á eftir að gera grein fyrir hér á eftir, og má vel vera, að sumum fyndist, að svo ætti að vera. En um það getur hver dæmt fyrir sig, þegar þar að kemur.

Kem ég þá að því, hvernig ráðstafast þessi fjárhæð, sem ég nefndi greiðsluafgang. Það er þá fyrst aukið rekstrarfé ríkisstofnana 6½ millj. Fyrirframgreiðsla vegna sementsverksmiðju 2 millj. 700 þús., það er greitt umfram þessar 2 millj. til verksmiðjunnar, sem ég er búinn að gera grein fyrir og færðar eru á reikning ársins. Fyrirframgreiðsla vegna atvinnuaukningarframlaga 1954 1 millj. 613 þús. Þetta er það, sem lagt var út á árinu 1953 fyrir fram í þessu skyni. Þá kemur 4. liðurinn, sett fast á sérstakan reikning í Landsbankanum vegna lána til togaraútgerða úti á landi, sbr. 22. gr. fjárl. 1953, 7 millj. 100 þús. kr. Þar var í rauninni lagt fyrir ríkisstj. af Alþingi að útvega þetta fé til þess að koma í veg fyrir eigendaskipti á nokkrum togurum úti á landi. Það var hvergi hægt að fá lán í þessu skyni með ábyrgð ríkissjóðs, og endirinn varð sá, að ríkissjóður varð að leggja inn þessa fjárhæð á fastan reikning í Landsbankanum, til þess að togarafélögin gætu fengið tilsvarandi lán. Féð situr þar fast, þangað til togarafélögin greiða lánin. Þetta er eftir heimild í 22. gr. fjárl. frá árinu 1953. Þá er 5. liðurinn, og þegar ég var að tala um, að það gæti orkað tvímælis, hvað ætti að nefna greiðsluafgang í þessu sambandi, þá getur vel verið, að einhverjir segðu sem svo, að þennan lið ætti að telja strax til gjalda, en ekki telja ráðstöfun á afgangi, og sömuleiðis fjórða liðinn. 5. liðurinn er útlagt úr ríkissjóði vegna afborgana og vaxta af enska togaraláninu, óinnkomið frá togaraeigendum um áramót og að mestu enn í dag, 6 millj. 874 þús. Af afganginum hafa því sem sagt um 14 millj. verið festar í sambandi við togaraviðskipti ríkissjóðs. Þá er 6. liðurinn, greiddar lausaskuldir: gömul skuld vegna fiskiðjuvers ríkisins 1 millj. 227 þús., sem var greidd upp á árinu og hefði þurft að vera búið að greiða fyrir löngu, skuld strandferðasjóðs við landhelgissjóð 2 millj. 114 þús., sem við greiddum á árinu, til þess að landhelgissjóður gæti hiklaust lagt í að láta gera björgunarskip fyrir Norðurland, og lækkun lausaskulda í Landsbankanum 2 millj. 496 þús. Þetta er samtals lækkun á lausaskuldum, sem nemur 5 millj. 837 þús. Þá er 7. liður, geymt af vitagjaldi til vitabygginga. Menn hafa kannske tekið eftir því, að vitagjaldið fór 587 þús. kr. fram úr áætlun. Það er alveg föst venja að verja öllu vitagjaldinu til nýrra vita, og þess vegna eiga vitarnir inni þessar 587 þús., sem á að ganga til nýrra vitabygginga. 8. liður, geymt af flugtekjum til framkvæmdaflugmálum, sbr. 22. gr. fjárl. 1953, 1 millj. 300 þús. Ég gat um það áðan, að eftir heimild í fjárl. eiga framkvæmdir flugmálanna að njóta þess, sem hallinn verður minni en áætlað er á fjárl., og þau hafa þegar notið þess að nokkru í framkvæmdum á árinu 1953, hve afkoma flugvallanna var góð, en eiga auk þess inni 1 millj. og 300 þús., og er hún geymd. 9. liður er: geymt upp í atvinnuaukningarfé samkv. heimild í fjárl. 1954 3 millj. 387 þús. Það er álit ríkisstj., að rétt sé að gera þessa ráðstöfun, að geyma af greiðsluafgangi 1953 til þess að mæta atvinnuaukningarfénu 1954.

Þetta, sem ég hef nú gert grein fyrir, eru 35 millj. 898 þús., eða tæpar 36 millj. kr., en það, sem ég kallaði áðan greiðsluafgang, voru um 38 millj. kr., þannig að mismunurinn er um 2 millj., sem við getum kallað óráðstafað eða hvernig menn vilja orða það.

Samkvæmt þessu hefur af þessum tæpu 38 millj. gengið til greiðslu á lausaskuldum 5 millj. 837 þús., verið fest vegna togaraviðskiptanna 13 millj. 974 þús., fyrir fram greitt vegna sementsverksmiðju og atvinnubótafjár 4 millj. 313 þús., aukið rekstrarfé ríkisstofnana 6 millj. og 500 þús. og geymt til framkvæmda á árinu 1954 5 millj. 274 þús.

Það skal tekið fram, að aukið rekstrarfé ríkisstofnana er hjá þessum stofnunum: Ríkisútvarpið fær að halda sínum afgangi, 2 millj. Landssmiðjan verður líka að fá að halda sínum tekjum, því að hún á sífellt í rekstrarfjárerfiðleikum, 1 millj. 332 þús. Áburðarsala og grænmetisverzlun, sem líka á erfitt með rekstrarfé, fær að halda sínum afgangi, sem er 830 þús. Skipaútgerðin hefur fengið aukið rekstrarfé sitt um 588 þús. og áfengisverzlun og tóbakseinkasala um 1 millj. 750 þús., en þær þurfa á nokkuð auknu rekstrarfé að halda vegna þess, að umsetningin hefur aukizt mikið hjá þeim. Ég vil taka fram, að það er aldrei í fjárl. gert ráð fyrir auknu rekstrarfé til ríkisstofnana, en reynslan hefur samt orðið sú nú um nokkur ár, að það hefur orðið á hverju ári að festa eitthvað aukið rekstrarfé hjá ríkisstofnunum, og sérstaklega eru nokkrar þeirra þannig settar, að þær fá að halda afgangi sínum, t. d. landssmiðjan, ríkisprentsmiðjan, áburðarsalan og ríkisútvarpið.

Mér telst svo til, að samkvæmt þessu ættu skuldir ríkissjóðs að lækka á árinu 1953 sem nemur föstum afborgunum og þessari lækkun á lausaskuldunum, sem gerð var grein fyrir, eða sem allra næst 20 millj. kr., þ. e. a. s. það mundi verða lækkun á þeim skuldum, sem ríkissjóður stendur sjálfur straum af.

Beinar umframgreiðslur á s. l. ári eru tiltölulega litlar, en hins vegar hefur Alþ. með heimildarlögum, sérstökum lögum og ýmsum ráðstöfunum fjárveitinganefndar ráðstafað á árinu 1953 fyrir fram talsvert miklu af þeim umframtekjum, sem fyrirsjáanlegar voru orðnar síðari hluta árs, og er auðvitað ekkert við slíku að segja. Yfirlitið, sem ég hef gefið hér að framan, ber þetta greinilega með sér.

Það má segja, að afkoma ríkissjóðs hafi orðið góð á s. l. ári, enda alveg óvenjulegt góðæri. En þó má hún í rauninni alls ekki lakari vera, þegar þess er gætt, að hyrningarsteinninn undir því fjárhagslega jafnvægi, sem fyrrverandi og núverandi ríkisstj. hafa viljað koma á og komið hefur verið á undanfarið, eins og hið stöðuga verðlag nú í tvö ár ber með sér, er greiðsluhallalaus ríkisbúskapur og að tryggt sé, að fremur sé greiðsluafgangur en halli.

Nú hlýtur sú spurning að vakna hjá mörgum hv. alþm., hvað ráða megi um afkomuhorfur ríkissjóðs á yfirstandandi ári af þeim upplýsingum, sem nú liggja fyrir um afkomu ársins 1953. Vil ég fara um það örfáum orðum.

Tekjurnar í fyrra urðu 506 millj., eins og ég sagði, og þar af eru 25 millj. vegna sérstaks vélainnflutnings, og kemur ekkert hliðstætt, svo að vitað sé, í staðinn fyrir hann, enda var vélainnflutningurinn greiddur með erlendu fé. Tekjur af venjulegum tekjustofnum á s. l. ári hafa því orðið rúmlega 480 millj. Tekjur á fjárl. þessa árs eru áætlaðar 443 millj. og gjöldin jafnhá, svo að segja. Yrðu tekjur jafnháar á þessu ári og þær urðu í fyrra, yrði jafngott tekjuár í ár eins og var í fyrra, þrátt fyrir þá skattalækkun, sem nú er verið að gera, og nokkra tollalækkun, sem þetta þing hefur líka gert, þá mundu fást milli 30 og 40 millj. til þess að standa undir óvæntum útgjöldum og öllum hugsanlegum umframgreiðslum. Það er tæpt, mjög tæpt, að slíkt geti staðizt, svo mjög sem ríkissjóður hefur verið vafinn í alls konar viðskipti, sem oft fylgja stórkostleg óvænt útgjöld. Sést þetta glöggt á yfirliti því, sem ég hef gefið um s. l. ár. T. d. hafa, eins og ég gat um áðan, nærri 14 millj. verið festar af því, sem ég hef kallað greiðsluafgang, vegna togaraviðskiptanna einna, sem ríkissjóður hefur haft milligöngu um. Og ef teknar eru út úr yfirlitinu allar fjárhæðir, sem ríkissjóður á útistandandi eftir árið vegna vanskila á ýmsum skuldbindingum, sem hann hefur tekið á sig í ábyrgðum, þá eru þær sennilega nærri 25 millj. Mér gafst ekki tími til þess að taka þetta nákvæmlega saman, en þær munu vera nærri 25 millj. á árinu. Það eru þessar 14 millj. vegna togaraviðskiptanna, og þar að auki eru vanskil vegna greiðslu á ábyrgðarlánum beinum, sem fært er á 20. gr. á þann lið, tæpar 7 millj. kr., þetta er 21 millj., og svo er útistandandi, eins og ég gat um áðan, vegna Hærings nærri milljón og vegna Marshalllána annarra nærri milljón og ýmsar fleiri fjárhæðir. Þetta nemur því áreiðanlega 25 millj. kr. a. m. k. Þetta er geigvænlegt orðið, og það er alveg sýnilegt, að ef nokkuð ber út af um afkomu ríkisins, eða réttara sagt, ef ekki verður allverulegur greiðsluafgangur, þá verður hér slys.

Það er augljóst á þessu, að það hefur ekki mátt tefla á tæpara vað en gert hefur verið með afgreiðslu fjárl. fyrir yfirstandandi ár, en vonir gætu staðið til, að ekki yrði að slysi á þessu ári vegna þess, hve óvenjulega mikil atvinna og viðskipti eru nú eins og í fyrra, enda byggjast vonir um sæmilega afkomu ríkisins á þessu ári alveg á því, að það breytist ekki til hins verra. Við sjáum þetta bezt á því, að tekjurnar eru áætlaðar 443 millj., og nú höfum við gert ráðstafanir til þess að lækka skattana verulega, þannig að það munar alltaf á milli 20 og 30 millj. fyrir ríkissjóð frá því í fyrra. Við þurfum þess vegna í raun og veru að fá mun betra tekjuár en í fyrra til þess að geta búizt við að vel fari.

Ég vil að lokum víkja fáeinum orðum að umframtekjunum og umframgreiðslunum til fróðleiks. Samkvæmt yfirlitinu hafa umframtekjur orðið, bæði á rekstraryfirliti og eignahreyfingum, um 89 millj. Það er um 21%. Greiðsluafgangur, sem ég nefndi svo og er ráðstafað eins og ég hef sagt í skýrslunni er 37 millj., að vísu rúmar, en við skulum segja 37 millj., ég reikna með heilum milljónum. Þá hef ég tekið það saman, að greiðslur samkvæmt sérstökum lögum, heimildum Alþ., þál. og sérstöku samráði við fjvn. nema 23 millj. Þessar greiðslur og afgangurinn, sem ráðstafað er, nema því samtals 60 millj. Eiginlegar umframgreiðslur, ef menn vilja kalla það svo, eru því um 29 millj. eða rétt rúmlega 7%, en mjög mikið af því eru lögboðnar greiðslur. Af þessum 29 millj. eru vegna niðurborgunar dýrtíðar 10 millj. og 200 þús. Ég áætla, að þar séu vegna vegaviðhalds 2 millj., vegna strandferðahalla 1 millj. og 600 þús., vegna vaxta 600 þús., vegna jarðræktarlaga 1 millj., vegna fjárskipta samkv. lögum 600 þús., vegna sýsluvega samkv. lögum 800 þús. og afborgun af föstum lánum umfram það, sem áætlað var, 1 millj. og 200 þús., eða samtals þessir liðir 18 millj. Umframgreiðslur á öllum öðrum liðum fjárl. eru því um 11 millj. eða um 2.6% af heildarútgjöldum fjárlaganna.

Ég skal svo taka það fram að lokum, að þetta yfirlit er gefið með þeim fyrirvara, sem ég gat um í upphafi, að tölur geta eitthvað breytzt, en það getur varla orðið svo, að þetta verði ekki sönn mynd af afkomunni.