31.03.1954
Sameinað þing: 43. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1677 í B-deild Alþingistíðinda. (3539)

Varnarmálin, samningar um framkvæmd

utanrrh. (Kristinn Guðmundsson):

Herra forseti. Eins og hv. alþm. er kunnugt, hefur ríkisstj. ákveðið, að ég fari utan í dag í fylgd með forseta Íslands. Ég tel því rétt að gefa hv. Alþingi upplýsingar um það, hvernig ástatt er með samningagerð þá við Bandaríkin, sem unnið hefur verið að, undanfarnar vikur. Samningum þessum er ekki að fullu lokið. Nokkur atriði eru ekki að öllu leyti frágengin. Hins vegar hef ég fulla ástæðu til að vona — og tel mig raunar geta treyst því — að kröfur þær, sem gerðar hafa verið af okkar hendi, nái í aðalatriðum fram að ganga og viðunandi samningar náist. Ég treysti því, að svo snemma verði lokið samningagerðinni, að ég geti skýrt hv. Alþingi frá efni þeirra eftir 12. apríl n. k. en þann dag hef ég ákveðið að koma heim. Á þessu stigi málsins get ég ekki rætt mál þetta efnislega.