31.03.1954
Sameinað þing: 43. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1678 í B-deild Alþingistíðinda. (3541)

Varnarmálin, samningar um framkvæmd

Utanrrh. (Kristinn Guðmundsson):

Herra forseti. Það, sem ég sagði áðan, að ég mundi væntanlega gefa skýrslu hér í þinginu eftir 12. apríl, byggist á því, að ég hef gengið út frá því, að Alþingi mundi sitja til miðvikudagsins 14. apríl. Þess vegna hef ég nefnt þessi tímatakmörk. Forsetaheimsókninni er lokið í Noregi á pálmasunnudag. Ég get komið heim, eftir að henni er lokið, og tel ég mig því hafa fulla ástæðu til þess að álita, að þetta megi takast.