11.12.1953
Neðri deild: 37. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 327 í B-deild Alþingistíðinda. (361)

17. mál, Háskóli Íslands

Frsm. minni hl. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta frv. er stjfrv. og fjallar um það, að í laga- og hagfræðideild háskólans skuli vera fjórir prófessorar í lögfræði í stað þriggja áður.

Frá því er háskólinn var stofnaður 1911, hefur tala fastra kennara í lögfræði verið óbreytt. Á sama tíma hafa aðrar deildir fengið verulega fjölgun kennara. Námsgreinunm hefur fjölgað verulega og tala nemenda margfaldazt. Það er því af hálfu lagadeildarinnar og háskólans talin mjög brýn þörf á því, að bætt verði við einum föstum kennara.

Ég vísa um rök fyrir þessu máli til þeirrar grg., sem fylgír frv. Eins og ég tók fram áðan, þá er hér um stjfrv. að ræða, en í menntmn. Nd. hefur ekki orðið samkomulag um málið. Hv. þm. Ísaf. og ég höfum mælt með samþykkt þess, en tveir nm., hv. 2. þm. N-M. og hv. þm.

A-Sk., létu bóka það í gerðabók, að þeir mundu ekki gefa út nál., en gera grein fyrir afstöðu sinni við umr. um málið, en fimmti nm. var fjarstaddur, er málið var rætt og afgr. Víð tveir, sem ég greindi, leggjum til, að þetta stjfrv. verði samþ. óbreytt.