18.11.1953
Sameinað þing: 17. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1722 í B-deild Alþingistíðinda. (3621)

IX. slysfarir - minning

forseti (JörB):

Í gær barst hingað fregn um hörmulegt sjóslys í ofviðrinu aðfaranótt s. l. mánudags, er síldveiðiskipinu Eddu frá Hafnarfirði hvolfdi á legunni á Grundarfirði skammt undan landi og níu menn af seytján manna áhöfn skipsins fórust, þrír þeirra úr vosbúð eftir margra klukkustunda hrakninganótabáti skipsins. Allir voru menn þessir í blóma lífsins, hinn yngsti þeirra ekki nema 17 ára og hinn elzti 42 ára, fimm þeirra kvæntir og láta eftir sig samtals 18 börn. Auk þess eru foreldrar flestra þeirra á lífi.

Við hið sviplega fráfall þessara vösku sjómanna, sem flestir áttu heima í Hafnarfirði, hefur ekki aðeins bæjarfélagið þar goldið mikið afhroð, heldur á og öll íslenzka þjóðin um sárt að binda.

Ég vil biðja þingheim að votta þessum föllnu hetjum virðingu sína og hinum harmi lostnu ástvinum þeirra innilega hluttekningu með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]